Nú er hafinn síðasti dagur 6. flokks í Vatnaskógi. Eftir morgunmat og fánahyllingu var boðið upp á skógarmannaguðsþjónustu og eftir hana hafa drengirnir verið að ganga frá og pakka. Það er að mörgu að hyggja í pökkuninni, muna eftir því sem hangir uppi til þerris eftir vatnafjör, athuga út í íþróttahús hvort eitthvað hafi gleymst af fötum þar, finna til sokka undir rúmi og peysur út á flöt.
Drengirnir munu síðan mæta í hádegismat kl. 12 þar sem boðið verður upp á pizzur. Eftir hádegismat munu úrvalslið drengja í knattspyrnu Landsliðið og Stjörnuliðið mætast á knattspyrnuvellinum, síðasti séns verður gefinn til að njóta bátanna í flokknum, boðið verður upp á borðtennis, þythokkí og fleira í íþróttahúsinu ásamt því að nýr leikur þetta sumarið, stórleikurinn batl eða orusta, verður í sal íþróttahúsins.
Rúturnar fara úr Vatnaskógi kl. 16 og koma inn á Holtaveg kl. 17.

Myndir dagskránni í gær og af veislukvöldinu eru aðgengilegar á slóðinni http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=142622. Við höfum tístað úr flokknum á www.twitter.com/vatnaskogur og hægt er að senda tölvupóst á forstöðumann 6. flokks ef eitthvað er á elli@vatnaskogur.net.