Gangan upp með læknum í gær, gekk vel. Þær sem vildu vaða í læknum á leiðinni fengu að gera það, á meðan aðrar kusu að vaða einungis þegar hópurinn staðnæmdist. Snillingarnir í Furuhlíð sáu um skemmtiatriði í fyrrihluta kvöldvökunnar en í seinnihluta var farið í leiki með foringjum. Stúlkurnar kusu frekar að leika inni en úti á túni. Þær fóru meðal annars í „steinn – skæri – blað“ nema í stað þess að nota hendurnar til að sýna hvað maður velur þá notar maður allan líkaman og fer svo í eltingaleik. Nóttin gekk vel.
Í morgun voru allar stúlkurnar orðnar fullgildar Hlíðarmeyjar, sem sagt búnar að gista 3 heilar nætur í Vindáshlíð. Þær fengu í tilefni dagsins að velja Cheerios, Kornflex eða Cocoa Puffs í matinn.
Þar sem í dag er sunnudagur var haldin guðsþjónusta í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Hlíðarmeyjarnar undirbjuggu sjálfar dagskrána undir forystu foringja, þær skiptu sér sjálfar í fjóra hópa:

1) undirbúningshóp, sem meðal annars afhendir söngbækur, hringir kirkjuklukkunum og býr til kókosbollur.
2) sönghóp sem myndar hálfgerðan kór og syngur til dæmis keðjusöngva.
3) bænahóp sem útbýr upphafsbæn, hermibænir, hefðbundnar bænir og lokabæn.
4) leikhóp sem gefur leikræna tjáningu við dæmisögur eða helgileikrit sem lesin eru upp, að þessu sinni var það sagan af sonum Abrahams.

Eftir guðsþjónustu fórum við allar í kaffi og fengum gómsæta gulrótarköku og kanilkex. Þar á eftir kom frjáls tími þar sem stúlkurnar gátu leikið í apabrúnni, aparólunni, hoppukastalanum, tennis og fleiru. Í kvöldmat var sólskinsskyr og brauð.
Kvöldvakan verður með óhefðbundnu sniði þar sem stúlkurnar fá að horfa á mynd um Pétur Pan niðri í kvöldvökusal og fá að gæða sér á ávöxtum og poppkorni í hléinu. Eftir myndina verður hefðbundin hugleiðing, þar á eftir tannburstun, bænaherbergi og svefn… eða hvað?Hæ hó og jibbí jei það er ko…