Hér í Kaldárseli er allt fallið í ljúfa löð eftir ærslafullan dag. Greinilegt var á atferli barnanna að spennan var mikil, enda stór dagur fyrir marga. Prófað að sofa að heiman í fyrsta skiptið! Allir hafa staðið sig eins og hetjur og heimþrá í algjöru lágmarki þó að greinilegt sé að allir sakni mömmu og pabba, jafnvel afa og ömmu, heimilisdýrsins eða einfaldlega rúmsins síns heima. Eftir að hafa leikið sér stanslaust síðan átta í morgun með því að fara í ratleik, ganga að rótum Helgafells, byggja heilu einbýlishúsin, leika í leikriti á kvöldvöku og syngja fullum hálsi á veislukvöldi er bensínið orðið ansi lítið í litlum kroppum. Flestir taka sænginni og koddanum með fögnuði, leggjast niður, loka augunumf og svífa inn í draumaheima Kaldársels.
Börnin ykkar eru æðisleg og hafa allir staðið sig rosalega vel hjá okkur í selinu. Allt hefur gengið að óskum utan smá óhappa sem hafa verið leyst á staðnum. Ég minni á símatíma á morgun milli 11 og 12 þar sem öllum er velkomið að hringja.
Við bjóðum góðrar nætur frá Kaldárseli.
Kveðja, Arnór forstöðumaður.