49 hressar stúlkur eru mættar í ævintýraflokk í Ölveri. Margar hafa komið áður en þó um helmingur sem er að stíga sín fyrstu skref í sumarbúðum KFUM og KFUK. Fyrsti dagurinn er nokkuð hefðbundinn. Eftir að þær gengu frá dótinu sínu og hádegismat lauk var gengið um svæðið, skoðað sig um og endað í skotbolta niðri í laut.
Eftir kaffi hófst brennókennsla og íþróttadagskrá. Aðal íþróttagrein sumardvalagesta er brennó og því nauðsynlegt að hafa reglurnar á hreinu. Liðið sem vinnur keppnina fær viðurkenningu og að keppa við starfsfólk Ölvers í vikulok.
Í kvöld verður kvöldvaka að hætti Ölvers með tilheyrandi sprelli og gleði.
Ég vona að stúlkurnar muni njóta dvalarinnar hjá okkur en efast ekki um að þessi vika á eftir að vera eftirminnileg í hugum stúlknanna en jafnframt fljót að líða.
Á morgun höldum við á vit ævintýranna því þetta er jú, ævintýraflokkur.
Kveðja
Sólveig Reynisdóttir
, forstöðukona