Já nú er annar frábær dagur að kveldi kominn hér í Kaldárseli. Stelpurnar skemmta sér konunglega og foringjarnir og starfsfólkið ekki síður. Dagurinn hófst með morgunmat, fánahyllingu og góðri morgunstund þar sem að var sungið og trallað. Strax eftir morgunstundina tók við frjáls tími þar sem að allar gátu fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Í hádegismat voru dýryndis kjúklingaleggir með og kartöflur og sallat sem sveik engann. Eftir flottan og kjarngóðann hádegisverð var svo haldið í ævintýraferð uppí Valaból þar sem að stelpurnar léku á alls oddi og undu sér vel á þessum gýfurlega fallega stað sem Valaból er. Þetta var dágóður spölur og eiga stelpurnar mikið hrós skilið fyrir afrekið. Þá fór kaffitíminn einnig fram í Valabóli enda skjólgóður og upplagður staður fyrir skemmtilega lautarferð. Þegar að hetjurnar voru svo loks komnar til baka var frjáls tími fram að kvöldmat. Kvöldvakan var heldur ekki af verri endanum og voru stelpurnar sjálfar í aðalatri bæði í leik og söng sem heppnaðist hreynt út sagt frábærlega.

Myndir af þessum snilldar degi má sjá á eftirfarandi slóð http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=136844&g2_page=3

Kær kveðja,

Arnar Ragnarsson