Dagurinn í gær gekk eins og í sögu. Þegar að komið var í Kaldársel tók við stutt kynning og stelpurnar fengu tíma til þess að koma sér vel fyrir með dyggri aðstoð frískra foringja og síðan var frjáls tími fram að hádegismat. Í frjálsa tímanum var boðið uppá hin ýmsu dagskrátilboð svo sem leiki inní íþróttasal, fótboltaspilið, aparólan, smíðasvæðið og listasmiðjan vor opin svo eitthvað sé nefnt. Eftir hádegið var haldið út í gönguferð að fallegri og skjólsælli lautu þar sem að farið var í leiki í veðurblíðunni. Í kaffitímanum beið okkar svo dýryndis bananabrauð með súkkulaði spænum, jógúrt kaka og ferskir ávextir. Eftir kaffið var svo farið í æsispennandi ásadans þar sem að stelpunum var skipt í 4 hópa og allar voru með og léku á alls oddi. Kvöldvakan var svo ekki af verri endanum þar sem að stelpurnar sýndu hvorki meira né minna en þrjú leikrit og vöktu þau öll mikla lukku. Þegar að kvöldvakan hafði runnið sitt skeið fengu stelpurnar smá kvöldhressingu og þaðan var haldið í háttinn þar sem að foringjarnir sögðu sögur og áttu góða kyrrláta stund með stelpunum.

Hér má sjá myndir af allri snilldinni http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=136078

Góður dagur var að kveldi kominn,

Kær kveðja Arnar Ragnarsson.