Allt er vænt sem vel er grænt, nema það sé bleikt! Og þannig var það einmitt hjá okkur í dag. Í dag var Ölver bleikt!
Foringjarnir tóku bleikklæddir á móti stúlkunum í morgunmat og buðu þeim appá bleikan hafragraut! Morguninn leið að öðru leiti á sinn hefðbundna hátt.
Þreyttar eftir fjörið í íþróttahúsinu slógu stúlkrnar ekki hendinni á móti kjúklingarétti sem var
borinn fram með íslensku bankabyggi og salati.
Eftir hádegi færðist heldur betur út í tuskurnar. Þá var komið að hvorki meira né minna Ölvers next top model! Matsalnum var á augabragði breytt í beauty salon og stúlkurnar kepptust við að breyta hvor annarri í prinsessur og svo endaði allt tilstandið að sjálfsögðu með tískusýningu.
Þegar ölli þessu var lokið slógu stúlkurnar ekki hendinni á móti nýmetinyu úr eldhúsinu sem var að þessu sinni gersnúðar með glassúr og sjónvarpskaka.
Að frjálsa tímanum loknum var blásið til íþróttakeppni. Þar var meðal annars keppt í skúringarfötuhlaupi, stígvélakasti og köngulóarspretthlaupi.
Í kvöldmat var svo að sjálfsögði borðað bleikt skyr og heitt brauð með skinku og osti í kvöldmat.


Kvöldvakan var að venju fjörug og skemmtileg og stelpurnar fóru glaðar í háttinn eftir frábæran dag.


Bestu kveðjur úr Ölveri Þórey Dögg forstöðukona.


Myndirnar eru væntanlegar á netið seinna í kvöld.