Nú er heimferðardagurinn runninn upp.Í gær var veisludagur, hátíðarmatur, og veislukvöldvaka með þvílíkri stemmingu.
Viðburðarríkir dagar eru nú liðnir og eru menn að ljúka síðustu viðfangsefnunum. Hinn sívinsæli hermannaleikur eða klemmuleikur eins og margir kalla hann er nú eftir pizzuveisluna í hádeginu. "Betra en Dominos" hafi einn að orði um pizzunar.
Kaffi, óskilamunir og lokaorð eru kl. 15:00 og brottför er kl. 16:00.
Áætlaður komutími til Reykavíkur er kl. 17:00, vonum að það standist.
Fyrir hönd okkar starfsmanna vil ég þakka fyrir frábæra daga.
Með ósk um guðs blessun.
Ársæll

Hér eru nokkrar myndir til frá gærdeginum. Ef myndasýningin frýs þá er hægt að smella hérna!