Þriðji dagurinn okkar hér í Kaldárseli var skemmtilegur eins og aðrir dagar hér. Í gönguferð dagsins var farið í hellaskoðun og voru stelpurnar duglegar í útiverunni þrátt fyrir vetrarveður. Í listasmiðjunni voru tækifæriskort búin til, hoppukastalinn var vel nýttur eins og alltaf þegar hann er í boði og þar fyrir utan voru stelpurnar duglegar að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera – enda af nógu að taka hér!
Eftir kvöldmat héldum við partý þar sem var leikið, dansað og að sjálfssögðu borðað. Eftir kvöldvökuna fóru þreyttar og sælar stelpur að sofa, spenntar fyrir veisludeginum. Skrifum betur um veisludaginn þegar þar að kemur!