Annar dagurinn okkar hér í Kaldárseli gekk vel. Ganga dagsins var nokkuð löng en algjörlega þess virði þar sem stoppað var í Valabóli og nesti borðað. Eins og hægt er að sjá á myndunum er þetta yndislegur staður. Eftir kaffi fengum við hoppukastala á svæðið og er óhætt að segja að hann sé nýttur mjög vel! Eftir kvöldmat kveiktum við upp í brennu og grilluðum sykurpúða. Síðan skelltu allir sér í náttföt, fóru á kvöldvöku þar sem leikrit kvöldsins var í höndum stelpnanna og svo enduðum við á kósíbíói – dýnur, náttföt, popp og djús. Sannkallaður ævintýradagur!
Veðrið er búið að vera alveg ágætt hjá okkur, svolítið kalt en bjart og fallegt. Stelpurnar eru orðnar öruggari með sig, þekkja hvernig lífið gengur fyrir sig hérna hjá okkur og gaman er að sjá hvað þær ná vel saman.