Dagur þrjú í Ölveri að kveldi kominn. Og það enginn smá dagur ! ótrúlega fjölbreytt dagskrá var í dag fyrir stúlkurnar sem eru nú komnar örþreytta og glaðar í hvílu. Til að gefa ykkur smá sýnishorn af dagskránni er best að telja upp t.d. brennó, fáránleikar, RISA-vatnsrennibraut, pottastuð, kvöldvaka, náttfatapartý með veitingum, leikritum og öllu.
Maturinn var að venju ekkert slor. Þær fengu hamborga, ávaxtasúrmjólk, pizzasnúða, heimbakað vínarbrauð ásamt nýbökuðum jógúrtkökum.
Morgundagurinn verður vafalítið jafn fjörugur og skemmtilegur með óvæntum uppákomum.
Bestu kveðjur úr sólinni í Ölver
Þórey Dögg forstöðukona og allt hitt dásamlega starfsfólkið í Ölver.