Frá umsjónarfólki leikjanámskeiða KFUM og KFUK í Reykjanesbæ:
Önnur vika á leikjanámskeiði KFUM og KFUK í Reykjanesbæ tókst mjög vel. Þrátt fyrir aðeins þrjá virka daga var dagskráin fjölbreytt og tóku börnin fullan þátt í að gera hana ógleymanlega. Meðal annars var farið í heimsókn í ævintýralegan skóg í grónu hverfi í Keflavík þar sem börnin skemmtu sér vel við klifur og leiki, skessan í Skessuhelli var sótt heim og Skrúðgarðurinn breyttist í heim leikja og skemmtunar. Síðasta daginn var rútuferð í Sólbrekkuskóg, þar sem börnin skemmtu sér konunglega í skóginum og í leikjum. Þar urðu til frábærir leikir þar sem börnin nýttu sér náttúrulegan efnivið s.s. blóm, köngla, tré, steina og fleira til að búa til listaverk. Listaverkin tengdust efni fræðslustundanna sem voru á hverjum morgni. Efnið var úr bókinni „Við Guð erum vinir“ sem var uppspretta ótal hugmynda um Guð, Jesú, sköpun og fleira.
Hér til hliðar má sjá myndir af því sem dreif á daga hressu krakkanna á leikjanámskeiðinu!