Sunnudaginn 29. maí var fjöskyldudagur hjá starfsmönnum Skeljungs í Vatnaskógi. Hoppukastalar, bátsferðir, íþróttir og ýmsir leikir voru í boði og grilluðum pylsum gerð góð skil. Skeljungur hefur ákveðið að leggja Gauraflokki í Vatnaskógi og Stelpum í stuði í Kaldarseli lið og var samningur þess efnis undirritaður í Vatnaskógi. Það voru þeir Einar Örn Ólafson forstjóri Skeljungs og Ólafur Sverrisson formaður Skógarmanna KFUM sem undirrituðu samninginn.
Ljóst er að stuðningur Skeljungs gera KFUM og KFUK kleift að starfrækja þessa mikilvægu flokka í sumarstarfi félagsins og mun gleðja marga ekki síst þau fjölmörgu börn sem nú þegar eru skráð í þessa viðburði.