Góð skráning hefur verið í Ölver sumarbúðir en uppselt er í tvo flokk og örfá pláss laus í nokkra aðra. Þar sem enn voru nokkur pláss laus í fyrsta flokk sumarsins sem stendur frá 7. júní – 13. júní, ákvað stjórn Ölvers í samstarfi við góðan velunnarra að niðurgreiða dvalargjaldið um 13.000 krónur fyrir vikuna.
Vikudvöl með rútu, fjölbreyttri dagskrá og hollum heimilsmatnum og fyrsta flokks starfsfólki fæst því á einungis 29.000 krónur og má skrá hér á heimasíðunni.
Þau sem vilja skipta greiðslum geta gert það með því að hringja í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í s. 588 8899 virka daga milli 9:00 -17:00.
Forstöðukonan í fyrsta flokki verður kennarinn og söngkonan Erla Björg Káradóttir sem hefur áralanga reynslu af starfi Ölvers.
Nýttu tilboðið sem gildir fyrir stúlkur á aldrinum 9-12ára.
Stjórn Ölvers -sumarbúða KFUM og KFUK