Annar frábær dagur í Ölveri er að baki. Stelpurnar vöknuðu kl.9 að vanda og fengu sér morgunverð, hylltu fánann, fóru á biblíulestur og í brennó. Í hádegismatinn borðuðu þær grænmetisbuff og kartöflubáta. Eftir matinn var haldin hæfileikasýning þar sem stelpurnar sungu, dönsuðu, teiknuðu myndir, lásu ljóð, sögðu brandara, röppuðu svo fáeitt sé nefnt. Þá var komið að kaffi og eftir kaffi var íþróttakeppni þar sem keppt var m.a í því hver mældist með stærsta brosið. Í kvöldmatinn voru pulsur og nú er að hefjast kvöldvaka þar sem stelpurnar í Lindarveri ætla að skemmta okkur með leikjum og leikritum.
Kær kveðja,
Erla Björg Káradóttir, forstöðukona.