Frá umsjónarfólki leikjanámskeiðs KFUM og KFUK í Reykjanesbæ:
Fyrsta námskeiði sumarsins í Reykjanesbæ lauk í dag, föstudaginn 10. júní. Það voru 11 börn sem tóku þátt, voru glöð en stundum svolítið þreytt í lok dags.
Margt var gert, farið var í sund, innileikjagarð á Ásbrú, landnámsdýragarð við Víkingasafnið í Innri-Njarðvík og margar gönguferðir. Á föstudeginum var pylsugrill í hádeginu og hoppukastali KFUM og KFUK var óspart notaður. Í næstu viku er svo von á 16 þátttakendum á næsta leikjanámskeið en síðasta leikjanámskeiðið í sumar verður svo 20 – 24. júní.