Mikið fjör er nú hjá strákunum í Vatnaskógi. Skógurinn fylltist af kraftmiklum drengjum sem skemmta sér vel í góða veðrinu. Sólin skín í heiði og þær fréttir hafa borist úr Vatnaskógi að hópurinn sé frábær. Allt gengur vel.
Því miður er ekki hægt að birta myndir eins og stendur þar sem einhver bilun er í nettengingunni í Vatnaskógi en unnið er að bótum og ef allt gengur að óskum koma inn myndir og fréttir síðar í dag.