Allt hefur gengið mjög vel hérna hjá okkur í Ölveri. Hópurinn er alveg frábær og allar stelpurnar alveg til fyrirmyndar. Þær eru duglegar að taka þátt, eru góðar vinkonur, þægar að fara að sofa og syngja með eindæmum vel .

Í gær fóru þær á biblíulestur og lærðu um hvað þær væru dýrmætar sköpun Guðs. Þær settu allar fingrafar sitt á blað með krossi sem minnti þær á að engin er eins og þær og að þær væru frábærar eins og þær eru. Eftir að hafa borðað kjötbollur í hádegismat fóru þær í hárgreiðslukeppni og eftir kaffi kepptu þær í stígvélasparki og spretthlaupi. Síðan var farið í heita pottinn, skyr borðað í kvöldmat og síðan skemmtu stelpurnar úr Hamraveri okkur á kvöldvökunni.

Í dag skín sólin og það er eitthvað að hlýna eftir snjókomuna í nótt, það er ekki oft sem við höfu upplifað snjó í Hafnafjallinu sem umlykur okkur í júní! En það virðist vera að rætast út veðrinu og erum við sannfærðar um að helgin verði góð.
Núna eftir hádegið ætla stelpurnar ásamt foringjunum í gönguferð út fyrir svæðið og við segjum nánari fréttir héðan úr Ölveri innan skamms.

Hér má sjá myndir frá síðustu dögum: http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=125024

Kær kveðja,
Erla Björg Káradóttir, forstöðukona