Það er komið sumar-sól í heiði skín. Jæja kæru foreldrar. Nú er loksins farið að hlýna. Það er þurrt en ennþá hvasst. Því miður hefur okkur ekki tekist að opna bátana enn en vonin fer vaxandi. Drengirnir eru glaðir og kraftmiklir. Smíðastofan og íþróttahúsið njóta mikilla vinsælda. Í gær var boðið uppá ævintýraferð í skóginn og fór kraftmikill hópur þangað, klifraði í klettum og leitaði uppi ævintýrastaði. Þátttakan í frjálsu íþróttunum er góð. Í gærkvöldi var hæfileikasýning þar sem þeir gátu sýnt listir sínar á kvöldvökunni. Þar var leikrit, tónlistarflutningur, fimleikar ofl. frá drengjunum. Farið var í mikinn hasarleik í íþróttahúsinu og er hann aftur í gangi núna þegar þetta er ritað vegna fjölda áskoranna. Strákarnir taka vel undir sönginn, heilsufarið er gott og þ eir taka vel til matar síns. Á morgunn, Hvítasunnudag, verður skógarmannamessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 14.00. Við sjáum um messuna og er hún öllum opin. Fleiri myndir munu koma í dag. Kær kveðja, Sigurður Grétar