Síðastliðinn mánudag hófst 2. flokkur á Hólavatni og stendur hann til föstudagsins 6. júní. Í flokknum eru 30 hressar stelpur og hefur hópurinn blandast vel saman. Mánudagurinn var frekar kaldur og snjóaði af og til á okkur en við létum það ekki stöðva okkur í að hafa gaman saman. Það var margt gert sér til skemmtunar, útileikir, ýmsar keppnir, sögustund í fjörunni þar sem Heinn og Pétur fóru á kostum, en að sjálfögðu var mest spennandi að komast á bátana. Skemmtum við okkur vel á kvöldvöku og áttum svo góðan nætursvefn.
Sólin lét sjá sig á þriðjudag og yljaði okkur vel við fánahyllinguna. Eftir mogunmat var farið á morgunstund þar sem sagðar voru Biblíusögur og að sjálfsögðu var sungið dátt. Eftir það var frjáls tími og kapphlaup um að vera fyrst í bátana.
Eftir mat var svo lagt af stað í réttirnar þar sem farið var í hina ýmsu hópleiki.
Síðdegis var farið í keppni í rólustökki og svo var boðið uppá göngugötu þar sem ýmislegt forvitnilegt var í boði eins og nudd, tattoo og bangsapössun. Eftir kvöldmat hófst svo undirbúningur að kvöldvökuni þar sem börn og starfsfólk lék listir sínar. því næst var varið niður í fjöru þar sem búið var að kveikja varðeld fyrir okkur og þar sungum við sama og fengum að heyra söguna um góða hirðinn. Í lokin fengu svo allir að grilla sykurpúða og það voru nokkuð þreyttar og glaðar stelpur sem fóru að sofa.
Í dag er svo búið að brasa ýmislegt þrátt fyrir kuldann. Stígvélaspark, hárgreiðslukeppni, sveitaheimsókn og kvöldvaka sem endaði með náttfatapartýi og miklu fjöri.
Myndir frá fyrsta degi eru komnar á netið og fleiri myndir munu birtast á morgun. Við biðjumst velvirðingar á því að myndir voru ekki komnar fyrr en myndavélasnúran týndist og höfum við nú fengið nýja snúru úr bænum.