17. júní í Vatnaskógi hófst með morgunverði og fánahyllingu. Tvöföld fánahylling var. Fyrst var hefðbundin fánahylling þar sem sungið var "Lýs þú fáni" eftir séra Friðrik stofnanda KFUM og KFUK. Síðan voru fánar á fánaborg dregnir upp við undirleik þjóðsöngsins "Ó Guð vors lands".
Dagskrá eftir hádegi hófst með ávarpi Fjallkonunnar í Lindarrjóðri við styttu sr. Friðriks Friðrikssonar stofnanda KFUM og KFUK. Fjallkonan var Hafdís Maria Matsdóttir starfsmaður í eldhúsi.
Síðan var mikið um að vera: Á milli hoppukastala í sal íþróttahússins var leikurinn "orusta" eða "battle" sem er einskonar skotbolti án landamæra. Eftir kaffi var farið í wipeoutbraut Vatnaskógar og boðið upp á heita potta og candyfloss á eftir.
Maturinn:Steikur fiskur í hádegismat en hamborgarar. Í dag laugardag var íslenskt skyr í hádegismat en veislukvöldverður verður í kvöld.
Í morgun þann 18. júní urðu menn varir við miklar drunur. Einum starfsmanna varð það að orði "Hvað er eingilega í gangi hér? Jú þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var mætt og sveimaði þyrla gæslunar TF GNA yfir staðnum og lenti að lokum á íþróttavelli staðarins. Drengjum var síðan boðið í um borð að skoða græjuna. Þvílík upplifum þetta er alvöru DÓT fyrir stráka. Að lokum lyfi þyrlan sér upp og tók tvo af foringjum flokksins en skilaði þeim reyndar aftur.
Starfið gengur vel en
MYNDIR segja mun fleira en orð
. (ATH. ef þær frjósa þá er hægt að smella
hér.
Forstöðumaður vill ítreka það að hér eru 90 frábærir drengir og þessir dagar búnir að vera mjög skemmtilegtir – alltof stutt en þeir koma heim á morgun um kl. 17:00.