Hingað komu 84 stúlkur í gær, margar að koma í fyrsta skipti og öfundaðar af mörgum að vera upplifa Hlíðina í fyrsta skipti enda dásamlega upplifun.
Í gær komu þær allar sér fyrir í herbergjum og fóru í ratleik til að kynnast svæðinu og hverri annarri.
Hér hefur verið mikið fjör, nú þegar er búin að vera broskeppni, húllakeppni, ratleikur, frábær kvöldvaka. Þær hafa fengið súpu og blokkfisk í matinn og verið mjög ánægðar með það.
Í gærkvöld tók upp á því að snjóa og því eru fjöllin í kringum okkur hvít, það leggst misvel í fólk en við erum mjög sáttar, við klæðum okkur bara betur en bíðum samt sem áður spenntar eftir sumrinu sem lætur vonandi sjá sig.
Myndir koma fljótlega 🙂