Í dag, fimmtudaginn 19. maí verður útskrift hjá Vinagarði, leikskóla KFUM og KFUK við Holtaveg. Það eru 17 börn sem útskrifast af leikskólanum, en útskriftin hefst á deildinni Uglugarði kl.16.
Þessi áfangi er gleðiefni, og það er afar ánægjulegt að vita af börnunum taka næsta skref í skólagöngu sinni. Á dögunum fóru börnin í útskriftarferð á Suðurnesin. Þar skoðuðu þau ásamt starfsfólki skessusporin og skessuhellinn í Keflavík, fóru að Garðskagavita og í fjöruna þar, í heimsókn í Hvalsneskirkju og grilluðu svo pylsur í Smiðshúsinu.
Starfsfólk KFUM og KFUK á Íslandi óskar útskriftarbörnum og starfsfólki Vinagarðs Guðs blessunar og alls hins besta við þetta gleðilega tækifæri.