Í sumar verða flokkarnir Gauraflokkur og Stelpur í stuði, sem eru ætlaðir fyrir börn með athyglisbrest, ofvirkni (ADHD) og skyldar raskanir, haldnir á ný í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi og Kaldárseli.
Flokkurinn Stelpur í stuði verður í Kaldárseli dagana 6. – 10. júní, og er ætlaður stelpum á aldrinum 10 – 12 ára (f. 1999 – 2001).
Gauraflokkur verður haldinn í Vatnaskógi í sumar dagana 2. – 7. júní og er ætlaður drengjum 10 – 12 ára (f. 1999 – 2001).
Í Gauraflokki og í Stelpum í stuði er lögð áhersla á að hvert barn fái að njóta sín og skemmta sér í samræmi við þarfir sínar. Dagskráin er fjölbreytt, og starfsfólk leggur kapp á að gera dvölina uppbyggilega og skemmtilega fyrir hvern þátttakanda.
Nánari upplýsingar um Gauraflokk (dagskrá og fleira) má finna
HÉR .
Nánari upplýsingar um Stelpur í stuði (dagskrá og fleira) má finna
HÉR .
Skráning í flokkana er nú í fullum gangi, en til þess að sækja um og skrá í þessa flokka þarf að fara inn á sérstakt umsóknarform sem má finna hér:
ATH. Haft er samband við alla foreldra/forráðamenn hvort sem barnið þeirra hefur verið samþykkt eða ekki. Einhverjar umsóknir (frá því í mars) hafa því miður misfarist. Ef einhver bíður enn eftir svari vegna sendrar umsóknar, er viðkomandi vinsamlega bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899.
Einnig er velkomið að hafa samband við Þjónustumiðstöðina í síma 588-8899 ef einhverjar fyrirspurnir vakna varðandi Gauraflokk og Stelpur í stuði, eða ef vandi kemur upp varðandi skráningar.