Feðginaflokkur í Vatnaskógi verður dagana 20. til 22. maí 2011.
Vatnaskógur býður uppá heillandi umhverfi sem er tilvalið til leikja og útiveru, vatnið, skógurinn og fjöllin í kring. Á svæðinu er líka gott íþróttahús, bátar, grasvellir og gistiaðstaða er hin besta.

Á dagskrá verða m.a. íþróttir, gönguferðir, kvöldvökur, fræðslustundir og margt fleira. Að fara í feðginaflokk er gott tækifæri fyrir feður að koma í Vatnaskóg og rifja upp gamlar minningar eða kynnast þessum frábæra stað. Og það er tilvalið fyrir dæturnar að fara með pabba í Vatnaskóg og hafa það skemmtilegt með honum.

Nauðsynlegur farangur: Sæng eða svefpoki, búnaður til útiveru eru stígvél eða gönguskó, regngalla,strigaskó, föt til skiptanna, húfu, íþróttaskó til notkunar
í íþróttahúsi og annað sem þið teljið nauðsynlegt, einnig er gott að hafa sundföt með í för en heitu pottarnir heilla marga.
Verð í flokkinn er kr. 9.900.- pr. þátt.

Rúta (kr. 2.500.-) leggur af stað frá húsi KFUM og KFUK við Holtaveg kl. 17:30 á föstudeginum og kl. 14:00 úr Vatnaskógi á sunnudeginum. Þeir sem hyggjast taka rútu verða að láta vita fyrirfram.
Allar nánari upplýsingar í síma 588-8899
Hægt er að skrá sig hér: SKRÁNING Í FEÐGINAFLOKK Einnig að senda tölvupóst á skraning(hjá)kfum.is