Í byrjun aprílmánaðar kom ársskýrsla KFUM og KFUK fyrir starfsárið 2010-2011 út. Skýrslan hefur verið send til allra félagsmanna, og fleiri viðtakenda.

Skýrslan gefur yfirlit yfir starfsemi félagsins á liðnu starfsári og felur í sér fróðleik, umfjöllun og myndir frá starfsstöðvum félagsins, æskulýðsstarfi, fjölskyldu- og fullorðinsstarfi, fræðslustarfi, leikjanámskeiðum, alþjóðastarfi, og umfjöllun um útgáfu-og kynningarmál, fjármál, innlend samstarfsverkefni og forystu.

Það er von starfsmanna að ársskýrslan veiti greinargóðar upplýsingar um starfsemi félagsins og starfsstöðva þess á liðnu starfsári.

Vegna galla í prentun hjá Prentsmiðjunni Odda fengu sumir félagsmenn gölluð eintök skýrslunnar send til sín fyrr í mánuðinum, og er beðist velvirðingar á því. Prentsmiðjan Oddi hefur boðist til að endurprenta upplag ársskýrslunnar á eigin kostnað og senda á ný út til félagsfólks.