Námskeiðið Verndum þau verður haldið á Holtavegi 28 og er ætlað starfsfólki sumarbúðanna og öllum þeim sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna.
Námskeiðið eru byggt á efni bókarinnar Verndum þau. Það eru höfundar bókarinnar, Verndum þau, sem stýra námskeiðinu. Þær Ólöf Ásta Farestveit sem er uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir sem er með MS í sálfræði. Þær starfa báðar í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.
Námskeið verður haldið á Holtavegi 28 miðvikudaginn 27. apríl og hefst kl. 17:30 Námskeiðið er öllum opið og öllum að kostnaðarlausu.
Skráning fer fram í síma 588-8899 eða á netfangið namskeid@kfum.is