Í kvöld verður fundur í AD KFUK og er um að ræða afmælisfund KFUK en félagið var stofnað 29. apríl 1899.
Yfirskrift fundarins er „Þröstur minn góður, það er stúlkan mín“, og eins og yfirskriftin ber með sér verður fjallað um Jónas Hallgrímsson, líf hans og starf.
Bjarni Guðleifsson sér um efni fundarins í máli og myndum og hefur jafnframt hugleiðingu í lok fundarins.Boðið verður upp á veitingar „að hætti Jónasar“ og sungnir verða söngvarnir hans.
Allar konur eru hjartanlega velkomnar í AD KFUK í kvöld, en þetta er jafnframt síðasti fundur vetrarins.