KFUM og KFUK þakkar frábæra skráningu í sumarbúðir félagsins nú þegar hafa tæplega 1300 börn verið skráð í sumarbúðastarfið. Undirbúningur starfsins er í fullum gangi og mikill hugur í starfsfólki og sjálfboðaliðum sumarbúðanna. Einn liður í undirbúningum er sá að sjálfboðaliðar koma í sumarbúðirnar á vormánuðum. Þeir sinna hefðbundu viðhaldi, gera allt klárt fyrir sumarið og bæta aðstöðuna á hverjum stað fyrir sig. Sannarlega gefandi verkefni.
Framundan eru námskeið fyrir starfsfólk sumarbúðanna enda gerir KFUM og KFUK nú sem fyrr miklar faglegar kröfur á allt starfsfólk sumarbúðanna.
Nú er hægt að skrá sumarbúðirnar með þrennum hætti:
1. Skrá beint á netinu smellið hér: http://skraning.kfum.is/ 2. Hafa samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtvegi 28 eða í síma 588-8899 (opið virka daga 9:00 til 17:00)
3. Einnig hægt að senda tölvupóst skraning@kfum.is