Í kvöld, þriðjudaginn 12. apríl verður fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUK í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík, kl.20.
Yfirskrift fundarins er að þessu sinni“Vorkoman“, og farið verður á fuglaflug með Gyðu Karlsdóttur og Þórarni Björnssyni. Þau munu segja frá sannkallaðri fuglaferð sem þau fóru og segja okkur frá dásamlegum fuglum úr henni
Kaffi og kaffiveitingar verða að venju á boðstólnum í lok fundarins að venju gegn vægu gjaldi. Allar konur eru hjartanlega velkomnar!
Kærleikskorn frá AD-nefnd KFUK: „Hjartað er hinn innri maður, uppspretta lífsins, hugsanir okkar, vilji, trú og kærleikur“.