Í kvöld, föstudaginn 8. apríl verða tónleikar með hljómsveitinni Tilviljun? í Neskirkju kl. 20.

Tilviljun? er skipuð ungu, hæfileikaríku tónlistarfólki innan KFUM og KFUK, og KSS, og leikur kröftuga og rokkaða lofgjörðartónlist.

Hljómsveitin hefur í vetur stundað æfingar í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, en afrakstur þeirra mun eflaust ekki leyna sér á tónleikum kvöldsins.

Tilviljun? hefur getið sér gott orð fyrir vandaðan hljóðfæraleik og öflugan flutning á fallegum lögum. Sum laganna eru frumsamin af hljómsveitarmeðlimum, en önnur eru þekkt kristileg lög úr ýmsum áttum. Nokkur frumsamin lög verða frumflutt á tónleikunum.

Tónleikarnir hefjast í Neskirkju, við Hagatorg í Reykjavík (við Háskólabíó) kl. 20, og frítt er inn.

Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að mæta!