Næsta sunnudag, þann 10. apríl, verður sunnudagssamkoma á Holtavegi 28 kl. 20, líkt og önnur sunnudagskvöld yfir vetrarmánuði.
Yfirskrift samkomunnar er „Meðalgangari nýs sáttmála“, en ræðumaður kvöldsins er Guðlaugur Gunnarsson.
Bjarni Gunnarsson og hljómsveit sjá um tónlistina.
Sælgætissala KSS verður opinn, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða og notalega stund eftir samkomuna.
Allir eru hjartanlega velkomnir!