Á morgun, laugardaginn 9. apríl verður aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi fyrir starfsárið 2010-2011 haldinn í húsi félagsins að Holtavegi 28 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 10:30, en formleg fundardagskrá hefst kl.11:00 með ávarpi formanns félagsins, Tómasar Torfasonar.

Ársreikningar, starfs – og fjárhagsáætlun og kjörseðlar til stjórnarkjörs verða afhent fullgildum félögum í KFUM og KFUK á Íslandi, við komu. Ársskýrsla félagsins fyrir starfsárið 2010-2011 hefur verið send til allra félagsmanna, og er einnig aðgengileg hér á heimasíðu félagsins.

Meðal dagskrárliða fundarins er kynning starfsskýrslu stjórnar, framlagning reikninga til samþykktar, kynning á starfs-og fjárhagsáætlun félagsins, stjórnarkjör og umræður um starfið. Heitt verður á könnunni fyrir upphaf fundar, og boðið verður upp á léttar veitingar og hádegishressingu. Dagskrá lýkur kl.16:00.

Allir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi eru hvattir til að mæta á aðalfundinn, laugardaginn 9. apríl.