Næstkomandi sunnudagskvöld, 3. apríl, verður sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl. 20. Yfirskrift samkomunnar er „Sáning og uppskera“, en ræðumaður kvöldsins er séra Guðmundur Karl Brynjarsson. Ritningarvers til hliðsjónar efni kvöldsins er í : II.Kor. 9:6-11.
Hin stórskemmtilega og hæfileikaríka hljómsveit Tilviljun? mun sjá um tónlistarflutning. Meðlimir hennar munu stjórna samkomunni.Tæknimál verða í höndum Gylfa Braga.
Eftir að samkomu lýkur verður sælgætissala KSS-inga opin að venju, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða samverustund. Allir eru hjartanlega velkomnir!