Næsta sunnudagskvöld, þann 27. mars verður að venju sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík.

Samkoman verður vitnisburða- og bænasamkoma, en þau Ragnhildur Gunnarsdóttir og Ásgeir Markús Jónsson flytja vitnisburði sína.

Arna Ingólfsdóttir stjórnar samkomunni, og Guðrún Jóna Þráinsdóttir sér um undirleik söngs. Mæja og Auðunn verða samkomuþjónar.

Að samkomu lokinni verður sælgætissala KSS-inga opin að venju, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða og notalega stund í upphafi nýrrar viku.

Allir eru hjartanlega velkomnir.