Nú hafa flokkaskrár allra sumarbúða KFUM og KFUK á Íslandi fyrir komandi sumar, 2011, verið gefnar út.
Flokkaskrár Kaldársels, Vindáshlíðar, Ölvers, Hólavatns og Vatnaskógar eru nú aðgengilegar á eftirfarandi slóð hér á heimasíðu félagsins: http://www.kfum.is/sumarbudir-og-leikjanamskeid/flokkaskrar/ .
Þær upplýsingar sem um ræðir og liggja fyrir fela í sér dagsetningar þeirra sumarbúðaflokka sem verða í boði sumarið 2011, aldursbil þátttakenda í hverjum flokki og verð fyrir þátttöku.
Sumarbúðirnar eru fimm talsins, og eiga það sameiginlegt að dagskrá þeirra einkennist af ýmiss konar ævintýrum, skemmtilegum leikjum, uppbyggilegri fræðslu, söng, fjöri, útiveru, óvæntum uppákomum og ótalmörgu fleiru.
Allar nánari upplýsingar um starfsemi sumarbúðanna má nálgast í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, sem er opin alla virka daga milli kl.9 og 17. Símanúmerið þar er 588-8899.