Í kvöld, þriðjudaginn 22.mars verður fundur hjá AD KFUK í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 kl. 20.
Á fundi kvöldsins verður Biblíulestur um trú, von og kærleika. Halla Jónsdóttir mun hafa sérstaka umfjöllun um kærleikann.
Biblíulestur fundarins er sá þriðji í röðinni á vorönn AD KFUK þar sem lögð hefur verið áhersla á trú, von og kærleika. Fyrr í vor fjallaði séra Sigríður Kristín Helgadóttir um trúna, og María Ágústsdóttir fjallaði um vonina. Nú er röðin komin að kærleikanum til umfjöllunar.
Sigrún Gísladóttir stjórnar fundinum. Að dagskrá lokinni verða venju samkvæmt kaffiveitingar og kaffi á boðstólnum gegn vægu gjaldi.
Allar konur á öllum aldri eru hjartanlega velkomnar og hvattar til að mæta og eiga góða kvöldstund.