Næsta sunnudagskvöld, þann 20. mars verður sunnudagssamkoma á Holtavegi 28 kl. 20.
Yfirskrift samkomunnar er að þessu sinni ,, Ég hef séð Guð!“
Ræðumaður kvöldsins er séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, og ritningarvers til hliðsjónar umfjöllun kvöldsins er: I.Mós. 32:24-30.
Páll Ágúst og félagar munu sjá um söng og tónlistarflutning, og stjórnun samkomunnar verður einnig í þeirra höndum.
Gylfi Bragi hefur umsjá með tæknimálum, og hjónin Sigrún og Hörður verða samkomuþjónar. Sælgætissala KSS-inga verður opin að dagskrá lokinni, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman notalega og góða stund.
Allir eru hjartanlega velkomnir!
Öllum þeim sem koma að skipulagi og framkvæmd sunnudagssamkomanna eru þökkuð góð og óeigingjörn störf.