Í kvöld á fundi hjá AD (Aðaldeild) KFUM verður áhugaverð og spennandi dagskrá um heim atvinnuknattspyrnumanna. Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmaður og umboðsmaður knattspyrnumanna mun flytja erindið „Heimur atvinnuknattsyrnumanna – frá áhugamanni til atvinnumanns“. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson mun fara með upphafsorð, og hugvekju flytur Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur. Tómas Torfason, formaður KFUM og KFUK á Íslandi stjórnar fundinum.
Fundurinn verður haldinn í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.
Að dagskrá lokinni verður að venju kaffi og kaffiveitingar á boðstólnum gegn vægu gjaldi. Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir.