Í kvöld, fimmtudaginn 10. mars verður fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUM að Holtavegi 28 í Reykjavík. Einkar áhugavert efni verður til umfjöllunar, en Gísli Már Gíslason prófessor í vatnalíffræði flytur erindi um Látrabjarg – náttúruperlu í máli og myndum. Narfi Hjörleifsson hefur upphafsbæn og stjórnar fundinum. Séra Kristján Búason flytur svo fundargestum hugvekju.
Að dagskrá lokinni verður að venju kaffi og ljúffengar kaffiveitingar á boðstólnum á vægu verði, og fundargestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman notalega stund. Oddrún Jónasdóttir Uri hefur umsjón með kaffiveitingum, og eru henni færðar góðar þakkir fyrir það.
Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir á fundinn.