Í kvöld, þriðjudaginn 8. mars kl. 20 verður fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík. Afar áhugavert umfjöllunarefni verður á dagskránni, en Margrét Pála Ólafsdóttir er gestur kvöldsins, og mun ræða um stráka, stelpur, uppeldi og lífið í kringum börnin. Margrét Pála er höfundur og fræðslustjóri Hjallastefnunnar og er menntuð á sviði skóla og menntunar.
Margrét Sigursteinsdóttir mun leiða upphafsbæn og María Sighvatsdóttir hefur hugleiðingu og bæn í lok fundar. Á fundinum verður mikið um söng, sem allar eru hvattar til að taka þátt í. Að dagskrá lokinni verður að venju kaffi og kaffiveitingar á boðstólnum gegn vægu verði.
Allar konur eru hjartanlega velkomnar og hvattar til að mæta!