Í kvöld, föstudaginn 4. mars kl.18:00 verða styrktartónleikar í Friðrikskapellu á Hlíðarenda (við Valsvöllinn) í Reykjavík, í tilefni Kristniboðsviku Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.
Tónleikarnir verða órafmagnaðir, og róleg og notaleg stemmning mun ríkja. Ýmsir flytjendur koma fram.
Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana!
Kristniboðsvika hefur staðið frá 27. febrúar til 6. mars. Nánari upplýsingar um hana er að finna HÉR.