Á morgun, laugardaginn 5. mars býður stjórn Ölvers öllum stelpum sem sóttu sumarbúðirnar í Ölveri síðasta sumar (2010) að koma á Ölvers-endurfundi kl.13 í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík og gera sér glaðan dag.
Dagskráin verður fjörug og skemmtileg, en foringjar síðasta sumars sjá um að halda uppi stuðinu.
Boðið verður upp á foringjaleikrit, Ölvers-Eurovision – lagið, ásamt öllum hinum frábæru Ölvers-lögunum, Bingó (þar sem stærsti vinningurinn er vikudvöl í Ölveri), Candy-floss, kók og Prince Polo. Fjörið hefst, kl.13:00 og stendur til kl.14:30. Verð er kr. 500.
Allar Ölvers-stelpur eru hjartanlega velkomnar og hvattar til að mæta og eiga saman skemmtilega stund!