Næstkomandi sunnudagskvöld, 6. mars, verður lokasamvera í tilefni Kristniboðsviku 2011, sem lýkur það kvöld, kl. 20 í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík. Kristniboðsvikan er á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og hefur staðið frá 27. febrúar.
Á samverunni verður hugleiðing í umsjá Berhanú Kambró, sem er gestur Kristniboðsvikunnar í ár. Þá verður tónlistaratriði flutt af lofgjörðarhóp, Voitó-börnin syngja, og Karlakór KFUM flytur nokkur lög. Hrönn Sigurðardóttir mun flytja erindið ,,Ákall til Kristniboðs“. Kaffi og ljúffengar kaffiveitingar verða á boðstólnum að samveru lokinni, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða stund .
Allir eru hjartanlega velkomnir. Félagsfólk í KFUM og KFUK er hvatt til að taka þátt í samverunni og kveðja Kristniboðsvikuna á þennan hátt.