Í dag, föstudaginn 4. mars er Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Í tilefni hans verður haldin bænadagssamkoma í Grafarvogskirkju kl. 20 í kvöld, 4. mars. KFUK er formlegur aðili að deginum.
Konur frá Chile í Suður-Ameríku sjá um efnið í ár og fjalla um bænir og sögur kvenna þar í landi. Samkirkjulegt kvennaband leiðir söng á samkomunni, og samskot verða tekin til Hins íslenska biblíufélags.
Allir eru hjartanlega velkomnir á bænadagssamkomuna, bæði konur og karlmenn. Félagsfólk KFUM og KFUK er sérstaklega hvatt til að mæta og taka þátt í samkomunni.
Að Alþjóðlegum bænadegi kvenna standa: Aðventkirkjan, Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjan Vegurinn, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnukirkjan, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, KFUM og KFUK á Íslandi, Kristniboðsfélag kvenna, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan.