Í kvöld, fimmtudaginn 24. febrúar verður fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUM í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20 eins og önnur fimmtudagskvöld yfir vetrartímann.
Dagskrá kvöldsins er afar áhugaverð, en Guðmundur Jóhannsson viðskiptafræðingur mun rifja upp gamlar og góðar minningar frá UD Amtmannsstíg. Upphafsorð verða í höndum Bjarna Gíslasonar, og Dr. Gunnar Jóhannes Gunnarsson mun flytja hugvekju. Bjarni Gunnarsson mun stjórna fundinum.
Að venju verða kaffiveitingar og kaffi á boðstólnum að fundi loknum gegn vægu verði.
Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir á fundinn. Tilvalið er að eiga notalega kvöldstund í góðum félagsskap á Holtaveginum, njóta góðra veitingar og skemmtilegrar dagskrár.