Starfsemi og æfingar Karlakórs KFUM eru nú í fullum gangi. Kórfélagar eru söngelskir KFUM-menn sem hittast á mánudagskvöldum og æfa í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.19:30-21.
Kórinn hefur sungið nokkrum sinnum á mannamótum undanfarið við mjög góðar viðtökur. Fleiri góðir söngmenn eru hjartanlega velkomnir að ganga til liðs við kórinn, og eru hvattir til að kynna sér starf hans.
Laufey Geirlaugsdóttir er stjórnandi kórsins, formaður er Guðmundur Ingi Leifsson og gjaldkeri er Hörður Geirlaugsson. Velkomið er að hafa samband við Hörð (s: 691-4442) eða Guðmund (s: 694-9166) ef áhugi fyrir inngöngu í kórinn er fyrir hendi, eða ef spurningar vakna.
Einnig má nálgast frekari upplýsingar um starfsemi kórsins hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899.