Fjölskylduflokkur fór fram í Vatnaskógi síðastliðna helgi, þar sem börn og fullorðnir tóku þátt í skemmtilegri dagskrá, nutu lífsins og áttu góðar samverustundir.
Talsvert magn óskilamuna úr Fjölskylduflokki hefur borist til Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík í þessari viku. Meðal óskilamunanna eru bækur, koddi, úlpur, handklæði, föt, GSM-sími, hárblásari og fleira.
Gestum Fjölskylduflokksins, sem sakna hluta eða muna sinna síðan um helgina, er boðið að vitja óskilamuna í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28. Þar er opnunartími frá kl. 9 til 17 alla virka daga.


Með góðri kveðju,
Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK