Næsta sunnudagskvöld, þann 20. febrúar, verður samkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík kl. 20. Yfirskrift samkomunnar er að þessu sinni:,,Áfram að markinu!", en margt félagsfólk í KFUM og KFUK kannast eflaust við þau góðu einkunnarorð.
Ritningarvers til hliðsjónar samkomunni er eftirfarandi: I. Kor. 9:24-27.
Ræðumaður kvöldsins er Séra Ólafur Jóhannsson, en Páll Ágúst og félagar sjá um tónlistarflutning kvöldsins og stjórnun samkomunnar.
Samkomuþjónar verða þau Sigrún og Hörður, og Gylfi Bragi annast tæknimálin.
Eftir að samkomu lýkur verður sælgætissala KSS opnuð, og gestir eru hvattir til að eiga saman góða og notalega stund í vikubyrjun.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Sunnudagssamkomur eru haldnar á sunnudagskvöldum yfir vetrarmánuði í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg , og eru opnar öllum aldurshópum. Nánari upplýsingar um samkomurnar má sjá hér.