Í gærdag var fundur hjá yngri deild KFUM og KFUK í Digraneskirkju og fundarefnið var bænabönd. Fundurinn byrjaði á helgistund og svo fóru krakkarnir í fundarefnið. Þau máttu útbúa sitt eigið bænaband og þeim fannst það mjög spennandi. Krakkarnir höfðu mikinn metnað fyrir böndunum sínum og voru einnig að útbúa fyrir ástvini sína.

Hér er slóð að lýsingu um bænaband (fengið með leyfi Biskupsstofu):
http://www.kirkjan.is/node/4402